Spennandi dagskrá námskeiða í haust

Haustdagskráin er farin að taka á sig mynd og að vanda verða fjölbreytt námskeið í boði.
 
Við hefjum leika á Akureyri þar sem Rannsóknasetur um sveitarstjórnarmál í samstarfi við SÍMEY - Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar heldur námskeið um upplýsingaöryggi hjá opinberum stofnunum þann 26. september.
Sama dag verður námskeið um meðferð persónuupplýsinga haldið í Stakkahlíð en síðast mættu um 100 manns og er það með fjölmennari námskeiðum sem stofnunin hefur haldið.
 
10. október verðum við líka með tvö námskeið. Annars vegar með hið sívinsæla námskeið Gildissvið upplýsingalaga og helstu reglur laganna og hins vegar snýr upplýsingaöryggi hjá opinberum stofnunum aftur á höfuðborgarsvæðið nú skipt niður á tvo daga 10. og 11. október.
 
Það er því nóg um að vera og við hvetjum ykkur til að skrá ykkur sem fyrst því námskeiðin eru oft fljót að fyllast.
 
22. ágúst 2019 - 14:00
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is