Rannsóknasetur: Styttist í fyrsta námskeiðið á Akureyri

Þann 26. september næstkomandi mun Rannsóknasetur um sveitarstjórnarmál halda sitt fyrsta námskeið á Akureyri í samstarfi við Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar (SÍMEY).

Upplýsingaöryggi hjá opinberum stofnunum verður efni námskeiðsins sem Sigurjón Þór Árnason, gæða- og upplýsingaöryggisstjóri hjá Veðurstofu Íslands, kennir. Námskeiðið hefur verið haldið reglulega á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við góðar undirtektir. 

Skráning er hafin og hvetjum við starfsfólk ríkis og sveitarfélaga á Norðurlandi að fjölmenna á þetta áhugaverða námskeið.

Smellið hér til að finna skráningu og nánari upplýsingar.

 
10. september 2019 - 9:15
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is