Starfsmannamál og persónuvernd: Hvaða reglur gilda um meðferð persónupplýsinga starfsmanna?

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála kynnir:
 

- NÝTT NÁMSKEIÐ - 
Starfsmannamál og persónuvernd: Hvaða reglur gilda um meðferð persónupplýsinga starfsmanna? 

Þriðjudaginn 22. október 2019, kl. 9:00-12:30, í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð, salurinn Bratti, álman Hamar. Fjarnám í boði.
 

Umsjónarmaður og fyrirlesari er Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Þátttökugjald er kr. 18.200-
 

Hér er hægt að skrá sig til leiks

Vekjum athygli á því að námskeiðið stendur einnig til boða í fjarnámi fyrir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga sem starfa á landsbyggðinni. Fjarnámið er sent út í beinu streymi og einnig verður upptaka af námskeiðinu aðgengileg eftir að því lýkur.
 
Markhópur: Allir sem vinna í mannauðsmálum, starfsmannastjórn eða að öðrum málefnum starfsmanna, hvort sem er í opinberri stofnun eða á almennum vinnumarkaði.  
 
Námskeiðið hentar fyrir þá sem bera ábyrgð á starfsmannamálum innan stofnana og fyrirtækja en einnig þeim sem koma að slíkum málum sem sjálfstæðir ráðgjafar, lögfræðingar eða fulltrúar stéttarfélaga.  Námskeiðið hentar vel þeim sem hafa ákveðna grunnþekkingu á persónuverndarlöggjöfinni en vilja fá aukna innsýn inn í hvernig unnið er með reglurnar í framkvæmd á sviði þar sem mikið reynir á þær. 
 
Viðfangsefni: Á námskeiðinu verður fjallað um hvaða kröfur verða leiddar af núgildandi persónuverndarlögum nr. 90/2018 og samsvarandi reglugerð ESB (GDPR) um vinnslu persónupplýsinga um starfsmann. Fjallað verður um helstu álitamál sem koma upp í hjá mannauðsstjórn og starfsmönnum, grunnreglur löggjafarinnar sem og nýlega framkvæmd innanlands sem erlendis. 
 
Markmið: Að veita þátttakendum yfirsýn yfir helstu álitamál og reglur þannig að þeir auki færni sína í að fara rétt með persónupplýsingar í starfi. Í námskeiðinu verður sjónum beint að vinnslu almennra og viðkvæmra persónuupplýsinga í starfsmannamáli og fjallað um þau vandamál sem kunna að fylgja eftirliti með starfsmönnum, t.d. viðveru, tölvunotkun og þátttöku á samfélagsmiðlum. Meðal atriða sem farið verður yfir eru hvaða reglur gilda um: 
  • Umsóknir, meðmæli, persónuleikapróf og upplýsingar sem aflað er í leitarvélum eða á samfélagsmiðlum
  • Almennar upplýsinga um starfsmenn, svo sem símanúmer, netföng, menntun, laun, reikningsupplýsingar og kennitölu.
  • Ljósmyndir af starfsmönnum og myndbandsupptökur.
  • Gögn um fjarveru og heilbrigðisvandamál
  • Sakarvottorð starfsmanna, upplýsingar um félagsleg vandamál og fjárhagsmálefni, þ.á. m. upplýsingar af vanskilaskrá. Upplýsingar sem aflað er í starfsmannasamtölum eða við frammistöðumat
  • Heimildir til að miðla upplýsingum til þriðja aðila, svo sem stéttarfélags og trúnaðarmana.
  • Upplýsingar úr tölvupósti starfsmanna, netnotkun þeirra og það sem þeir birta á samfélagsmiðlum, sem og upplýsingar sem aflað er með rafrænni vöktun.
  • Fyrir hvaða meðferð þarf að afla samþykkis og hvaða kröfur verða gerðar til samþykkis? 

Kjartan Bjarni er dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, en hann hefur áður starfað sem formaður rannsóknarnefndar Alþingis, aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis og sem lögfræðingur við EFTA-dómstólinn. Kjartan hefur kennt stjórnsýslurétt og opinberan starfsmannarétt við Háskóla Íslands frá 2004 en hann var einnig dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík 2016-2018.

 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is