Jafnréttislögin og áhrif þeirra á opinberum og almennum vinnumarkaði – Hvað reynir helst á?

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála kynnir:
 

- NÝTT NÁMSKEIÐ - 

Jafnréttislögin og áhrif þeirra á opinberum og almennum vinnumarkaði – Hvað reynir helst á?  

Fimmtudaginn 21. nóvember 2019, kl. 9:00-12:30, í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð, stofa K-207, álman Klettur. Fjarnám í boði.
 
Umsjónarmaður og fyrirlesari er Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.
 
Þátttökugjald er kr. 18.200-
 

Hér er hægt að skrá sig til leiks

 
Vekjum athygli á því að námskeiðið stendur einnig til boða í fjarnámi fyrir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga sem starfa á landsbyggðinni. Fjarnámið er sent út í beinu streymi og einnig verður upptaka af námskeiðinu aðgengileg eftir að því lýkur.
 
Viðfangsefni: Í námskeiðinu verður farið yfir helstu reglur sem gilda um jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði, einkum reglur laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna (jafnréttislög). Farið er yfir framkvæmd laganna bæði heima og erlendis og hvort sjá megi fyrir hvaða vandamál kunni helst að rísa við beitingu laganna á komandi árum. 
 
Markmið: Að þátttakendur öðlist betri yfirsýn yfir reglur jafnréttislaga og eigi auðveldara með að greina starfshætti og einstakar athafnir sem fara í bága við lögin. Fjallað verður um grundvallarsjónarmið  og helstu hugtök laganna samhliða því að beint verður sjónum að helstu raunhæfu álitaefnunum í núverandi jafnréttislöggjöf. Meðal þess sem fjallað verður um er bann laganna við óbeinni mismunum á grundvelli kyns og hvað sé felist í réttinum til sömu launa fyrir sömu störf. 
 
Markhópur: Allir sem vilja öðlast aukna innsýn inn í jafnréttislögin og þá ábyrgð sem stofnanir og fyrirtæki bera samkvæmt lögunum. 
 
Kjartan Bjarni er dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, en hann hefur áður starfað sem formaður rannsóknarnefndar Alþingis, aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis og sem lögfræðingur við EFTA-dómstólinn. Kjartan hefur kennt stjórnsýslurétt og opinberan starfsmannarétt við Háskóla Íslands frá 2004 en hann var einnig dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík 2016-2018.
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is