NÝTT námskeið: Starfsmannamál og persónuvernd - Hvaða reglur gilda um meðferð persónupplýsinga starfsmanna?

Við kynnum til leiks nýtt og áhugavert námskeið um starfsmannamál og persónuvernd sem haldið verður þriðjudaginn 22. október nk. 

Námskeiðið hentar fyrir þá sem bera ábyrgð á starfsmannamálum innan stofnana og fyrirtækja en einnig þeim sem koma að slíkum málum sem sjálfstæðir ráðgjafar, lögfræðingar eða fulltrúar stéttarfélaga. Námskeiðið hentar vel þeim sem hafa ákveðna grunnþekkingu á persónuverndarlöggjöfinni en vilja fá aukna innsýn inn í hvernig unnið er með reglurnar í framkvæmd á sviði þar sem mikið reynir á þær. Í námskeiðinu verður sjónum beint að vinnslu almennra og viðkvæmra persónuupplýsinga í starfsmannamáli og fjallað um þau vandamál sem kunna að fylgja eftirliti með starfsmönnum, t.d. viðveru, tölvunotkun og þátttöku á samfélagsmiðlum. 

Kennari og umsjónamaður er Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.  Hann hefur meðal annars starfað áður sem formaður rannsóknarnefndar Alþingis, aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis og sem lögfræðingur við EFTA-dómstólinn.

Smellið hér til að finna skráningu og nánari upplýsingar.

14. október 2019 - 10:00
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is