Vekjum athygli á: Málþing Íslandsdeildar Norræna stjórnsýslusambandsins um eftirlit Alþingis með framkvæmdarvaldinu

Hinn 14. nóvember nk. kl: 17:00 verður haldið málþing Íslandsdeildar Norræna stjórnsýslusambandsins í sal atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík.

 
Viðfangsefni málstofunnar er: Eftirlit Alþingis með framkvæmdarvaldinu.
 
Málstofustjóri verður Ebba Schram borgarlögmaður.
 
Frummælandi verður Þórhallur Vilhjálmsson, forstöðumaður lagaskrifstofu Alþingis. Erindi hans ber yfirskriftina: „Eftirlit Alþingis með framkvæmdarvaldinu – Eftirlitsstörf þingnefnda.“
 
Í pallborði verða:
Ágúst Geir Ágústsson, skrifstofustjóri skrifstofu yfirstjórnar í forsætisráðuneytinu
Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands
Helgi Hrafn Gunnarsson alþingismaður
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis
Þórhallur Vilhjálmsson, forstöðumaður lagaskrifstofu Alþingis
 
Aðgangur er ókeypis og opinn öllum.  
 
12. nóvember 2019 - 11:15
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is