NÝTT fjarnámsnámskeið: Jafnréttisáætlanir sveitarfélaga með áherslu á kynjasamþættingu

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Rannsóknasetur um sveitarstjórnarmál kynna í samstarfi við og með stuðningi frá Jafnréttisstofu: 

Námskeiðið Jafnréttisáætlanir sveitarfélaga með áherslu á kynjasamþættingu er þriggja daga fjarnámskeið, 6 klukkustundir alls, sem sent er út frá Akureyri.

 
Miðvikudagur 4. desember kl. 10 – 12
Fimmtudagur 5. desember kl. 10 – 12
Föstudagur 6. desember kl. 10 – 12
 
Kennarar námskeiðsins: Starfsfólk Jafnréttisstofu.
 
Námskeiðið verður einungis aðgengilegt í gegnum fjarnám. Hægt er að fylgjast með og taka þátt í beinu streymi og verða upptökur frá námskeiðinu aðgengilegar í námskeiðslok .
 
Við hvetjum þátttakendur til að fylgjast með í beinu streymi til að geta lagt fyrir spurningar er varða gerð jafnréttisáætlana og kynjasamþættingu. Hægt verður að nálgast upptöku í lok hvers dags. Allar þrjár upptökurnar verða síðan aðgengilegar í 3 vikur frá námskeiðslokum.
 
Þátttökugjald er kr. 6000,-. 50% afsláttur er fyrir hvern starfsmann sveitarfélags umfram einn.
 

HÉR er hægt að skrá sig á námskeiðið

 
Nánar um námskeiðið Jafnréttisáætlanir sveitarfélaga með áherslu á kynjasamþættingu:
 
Sveitarfélögum ber skylda til og eru í góðri stöðu til að vinna að jafnrétti í samfélaginu bæði vegna nálægðar við íbúana og þess þríþætta hlutverks sem þau hafa, sem stjórnvald, sem vinnuveitandi og sem þjónustuveitandi. Virk jafnréttisáætlun þar sem unnið er að jafnrétti á öllum þessum sviðum stuðlar að réttlátara og eftirsóknarverðara samfélag fyrir alla.
 
Það er þess vegna afar mikilvægt að kjörnir fulltrúar og aðrir stjórnendur sveitarfélaga hafi þekkingu á jafnréttismálum og séu meðvitaðir um mikilvægi þess að jafnréttismálum sé sinnt eins og lög gera ráð fyrir.
 
Samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008  ber öllum sveitarfélögum að setja sér jafnréttisáætlun þar sem fram kemur hvernig kynjasamþættingar er gætt ásamt framkvæmdaáætlun um það hvernig leiðrétta skuli mismun á stöðu kvenna og karla innan samfélagsins. Auk þess ber sveitarfélögum þar sem starfa 25 starfsmenn eða fleiri að setja sér aðgerðabundna jafnréttisáætlun þar sem fram kemur hvernig starfmönnum eru tryggð réttindi sem kveðið er á um í 19. -22. gr. laganna eða samþætta jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu. Jafnréttisáætlanir skulu lagðar fram til samþykktar í viðkomandi sveitarstjórn eigi síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar. 
 
Viðfangsefni: Farið verður yfir gerð jafnréttisáætlana með áherslu á kynjasamþættingu,  hlutverk Jafnréttisstofu og lög  nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og skyldur sveitarfélaga.. Einnig verður  horft til reynslu einstakra sveitarfélaga..
 
Markmið námskeiðsins er að auka hagnýta þekkingu starfsfólks og kjörinna fulltrúa sveitarfélaga á skyldum sveitarfélaga samkvæmt lögum nr. 10/2008 og  gerð jafnréttisáætlana með áherslu á kynjasamþættingu. 
 
Markhópur: Sveitarstjórnarfólk, stjórnendur, sviðsstjórar og annað starfsfólk sveitarfélaga sem kemur að gerð jafnréttisáætlana. 
 
Kennarar námskeiðsins eru Arnfríður Aðalsteinsdóttir sérfræðingur, Bergljót Þrastardóttir sérfræðingur og Jón Fannar Kolbeinsson lögfræðingur. Þau starfa öll hjá Jafnréttisstofu.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is