Útgáfa desemberheftis tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla 17. desember 2019

Útgáfa desemberheftis tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla 17. desember 2019.
 
Útgáfuboð og fyrirlestur í tilefni af útkomu 2. tbl. 15. árg. tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla (www.irpa.is) verður haldið þriðjudaginn 17. desember, kl. 16:30, í stofu 101 Odda, í Háskóla Íslands.
 
Við opnunina kynnir Eva H. Önnudóttir, dósent við Stjórnmálafræðideild HÍ, grein þeirra Eiríks Búa Halldórssonar, Kosningaþátttaka ungs fólks á Íslandi, kynslóðabil, áhugi á stjórnmálum og flokkshollusta, sem er meðal efnis í tímaritinu. 
 
Fyrirspurnir og umræður verða að loknu erindi hennar, og síðan verður boðið upp á léttar veitingar. 
 
Öll velkomin.
11. desember 2019 - 14:30
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is