Stjórnmál & stjórnsýsla: Kall eftir greinum - Frestur til að skila greinum er til 1. apríl

Til fræðimanna á sviði stjórnmála- og stjórnsýslufræða og tengdra fræðigreina.
 
Veftímaritið Stjórnmál og stjórnsýsla er vísindatímarit sem birtir niðurstöður rannsókna á íslenskum stjórnmálum og viðfangsefnum sem tengjast opinberri stefnumótun. Greinar með víðari skírskotun koma þó einnig til álita, einkum greinar sem uppfylla gæðaviðmið tímaritsins og beita samanburðaraðferðum eða gera grein fyrir kenningarlegum eða aðferðafræðilegum nýjungum.  Tímaritið tekur við greinum stjórnmálafræðinga og fræðimanna á skyldum sviðum sem fjalla um stjórnmál, opinbera stjórnsýslu og efni sem tengjast opinberri stefnumótun.
 
Stjórnmál og stjórnsýsla er gefið út tvisvar á ári í opnum aðgangi á vefsvæði þess www.irpa.is (eða www.stjornmalogstjornsysla.is) í júní og í desember, bæði í íslenskri og enskri útgáfu (Icelandic Review of Politics and Administration/IRPA). Ritrýndar greinar hvers árgangs eru gefnar út á prentuðu formi árið eftir. Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. 
 
Frestur til að skila greinum fyrir júníheftið er til 1. apríl 2020.
 
Aðeins verður tekið á móti greinum í ritrýnda birtingu.
 
Á vefsvæði timaritsins www.irpa.is eða www.stjornmalogstjornsysla.is er að finna leiðbeiningar fyrir höfunda greina.
2. mars 2020 - 13:30
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is