Laust til umsóknar fullt starf forstöðumanns Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála

Laust til umsóknar fullt starf forstöðumanns Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála. Stofnunin heyrir undir Stjórnmálafræðideild Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands.

Hlutverk forstöðumanns er að annast daglegan rekstur stofnunarinnar, þar á meðal utanumhald varðandi starfsmenn, fjármál og rannsóknarverkefni stofnunarinnar. Forstöðumaður tekur þátt í að vinna umsóknir um rannsóknastyrki á vegum stofnunarinnar, tekur þátt í rannsóknavinnu og gegnir virku hlutverki við þróun og nýsköpun á fræðasviðum stjórnmálafræðideildar. Forstöðumaður kemur að útgáfu og kynningarstarfi á vegum stofnunarinnar, m.a. útgáfu tímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla, auk þess að efla tengsl við vettvang m.a. með námskeiðum, fundum og ráðstefnum. 

Hægt er að sækja um starfið og sjá nánari lýsingu hér.

Nánari upplýsingar veitir Gunnar Helgi Kristinsson - ghk@hi.is - 5254521

6. mars 2020 - 13:30
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is