Gústaf nýr forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála

Gústaf Adolf Skúlason hefur verið ráðinn í starf forstöðumanns Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. 
 
Gústaf er með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá London School of Economics. Þá hefur hann numið stjórnun og stefnumótun við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Undanfarið ár hefur Gústaf starfað við alþjóðlegar rannsóknir hjá Menntamálastofnun en áður hefur hann m.a. starfað sem ráðgjafi, framkvæmdastjóri og áður aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku, forstöðumaður stefnumótunar- og samskiptasviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, alþjóðaritari á nefndasviði Alþingis, stundakennari við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands og við rannsóknir hjá Alþjóðamálastofnun skólans. 
 
Gústaf hefur störf í maí og tekur við af dr. Sjöfn Vilhelmsdóttur þann 1. júní næstkomandi en Sjöfn tekur við stöðu forstöðumanns Landsgræðsluskóla GRÓ, Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu sem starfar undir merkjum UNESCO.
 
6. maí 2020 - 9:00
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is