Rannsóknir um sveitarstjórnarmál

Hjá Stofnun stjórnsýslufræða er unnið að margvíslegum rannsóknum er varða sveitarstjórnarstigið, m.a. er verið að vinna að gagnasöfnun um stöðu framkvæmdastjóra sveitarfélaga í tengslum við samnorræna rannsókn. Þar verður sérstök áhersla lögð á að skoða stöðu kynjanna þegar kemur að æðstu stjórnunarstöðum sveitarfélaganna. 

Þá er verið að skoða stjórnsýslulegt bolmagn sveitarfélaga út frá fjölda sérfræðinga innan sveitarfélaganna. Þar er einnig lögð áhersla á að skoða hvort samstarf sveitarfélaga getur bætt upp skort á sérfræðingum innan sveitarfélaganna sjálfra og aukið þannig stjórnsýslulegt bolmagn þeirra. 
 
Jafnframt er fyrirhugað að hefja rannsókn á stöðu kjörinna fulltrúa í íslenskum sveitarstjórnum en gert er ráð fyrir að rannsóknir á því hefjist næsta vetur. 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is