NÝTT námskeið 19. nóvember: Hvernig á að leysa úr málum samkvæmt upplýsingalögum? - Einungis fjarnám

Hvernig á að leysa úr málum samkvæmt upplýsingalögum? Raunhæf dæmi

Nýtt og spennandi námskeið verður haldið 19. nóvember næstkomandi. Námskeiðið verður einungis haldið í fjarnámi. Fjarnámið er sent út í beinu streymi og einnig verður upptaka af námskeiðinu aðgengileg fyrir fjarnema eftir að því lýkur. 

Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur auki færni sína í að leysa sjálfir úr fjölbreyttum og raunhæfum álitamálum á sviði upplýsinglaga í daglegum störfum og beita lögunum með réttum hætti. 

Kennari er Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.
 
4. nóvember 2020 - 14:15
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is