Námskeið: Undanþáguákvæði upplýsingalaga 12. nóvember - Einungis í fjarnámi

Undanþáguákvæði upplýsingalaga

Vinsælt námskeið sem haldið verður 12. nóvember næstkomandi. Námskeiðið verður einungis haldið í fjarnámi. Fjarnámið er sent út í beinu streymi og einnig verður upptaka af námskeiðinu aðgengileg fyrir fjarnema eftir að því lýkur. 

Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur öðlist undirstöðuþekkingu á undanþáguákvæðum upplýsingalaga nr. 140/2012. Umfjöllunin verður studd dæmum um framkvæmd laganna og þá m.a. vísað til úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dóma Hæstaréttar og álita umboðsmanns Alþingis.

Kennari er Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar og skráningu

9. nóvember 2020 - 10:30
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is