Tímaritið Stjórnmál & stjórnsýsla komið út

 
1. tölublað 17. árgangs ritrýnda tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla er komið út og nálgast má greinarnar á vefslóð tímaritsins sem er www.irpa.is.
 
Greinarnar í tímaritinu fjalla um fjölbreytt viðfangsefni íslenskra stjórnmála og stjórnsýslu og eftirtaldar greinar eru birtar að þessu sinni:
 
 
Terror threats and civil liberties: when do citizens accept infringements of civil liberties?
Walter L. Brent van der Hell, Hjalti Björn Hrafnkelsson og Gunnar Helgi Kristinsson
 
Stefnuyfirfærsla: Áhrif Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) á stefnumótun á Íslandi
Pétur Berg Matthíasson
 
Hefur umhverfisvitund aukist? Viðhorf Íslendinga til umhverfismála og stóriðju 1987-2017
Sóllilja Bjarnadóttir, Inga Rún Sæmundsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Þorvarður Árnason og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir
 
Nýjar hæfniskröfur til stjórnenda ríkisstofnana
Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Sólmundur Már Jónsson
 
Forstjóraráðningar í þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum: Kynjahalli, útilokun og ófagleg ráðningarferli?
Þóra H. Christiansen, Ásta Dís Óladóttir, Erla S. Kristjánsdóttir og Sigrún Gunnarsdóttir
 
Framing the onset of the COVID-19 pandemic in the Icelandic media: What were the key concerns and who could raise them?
Adda Guðrún Gylfadóttir, Jón Gunnar Ólafsson og Sigrún Ólafsdóttir
 
Ritstjóri Stjórnmála & stjórnsýslu er Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, en auk hans sitja í ritstjórn þau Agnar Freyr Helgason, Eva H. Önnudóttir, Eva Marín Hlynsdóttir og Gústaf Adolf Skúlason. Útgefandi tímaritsins er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.
22. júní 2021 - 9:00
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is