Gunnar Helgi Kristinsson í nefnd um heildarendurskoðun laga um Stjórnarráðið

Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við stjórnmálafræðideild, hefur verið skipaður af forsætisráðherra í nefnd sem hefur það verkefni að endurskoða lög um Stjórnarráð Íslands í heild sinni og gera tillögur um lagabreytingar.  Meðal þeirra atriða sem varða starfsemi Stjórnarráðsins og þarfnast sérstakrar skoðunar má nefna ákvæði um starfshætti ríkisstjórnar og fyrirkomulag ríkisstjórnarfunda og annarra ráðherrafunda; innra skipulag ráðuneyta innan Stjórnarráðsins og starfsheiti starfsmanna; pólitíska aðstoðarmenn ráðherra; auglýsingaskyldu starfa hjá hinu opinbera og frávik frá þeirri skyldu; og heimildir til tilflutnings embættismanna og annarra starfsmanna innan Stjórnarráðsins.

Auk Gunnars Helga eiga sæti í nefndinni þau Anna Kristín Ólafsdóttir stjórnsýslufræðingur, sem jafnframt er formaður nefndarinnar, Hafdís Ólafsdóttir skrifstofustjóri, tilnefnd af fjármálaráðherra, Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur og Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is