Hádegisfundur Félags stjórnmálafræðinga: Samþætting og lýðræðishlutverk upplýsingatækni 19. febrúar kl. 12

Félag stjórnmálafræðinga boðar til hádegisfundar, föstudaginn þann 19.febrúar á milli klukkan 12:00 og 13:00 í stofu 101 Lögbergi í Háskóla Íslands.

Dr.Haukur Arnþórsson flytur erindi þar sem hann fjallar um stöðu rafrænnar stjórnsýslu á Íslandi og rafræna þátttöku. Miðað er við alþjóðlega kvarða. Þá verður velt upp hvaða áhrif staða þessara mála hefur á lýðræðið á Íslandi og meðal annars hvort hún leiði til kröfu um frumstæð lýðræðisform. Þá verður farið í helstu hugtök sem tilheyra þessum fræðum svo sem gagnsæi (transparency) þátttaka (participation) og samvinna (cooperation). Kynnt verður hvað Obama-stjórnin er að gera og rætt hvaða áhrif það hefur á fulltrúalýðræðið.

Að erindi loknu er tekið við fyrirspurnum úr sal.

Fundurinn er opinn öllum

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is