Dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir ráðin lektor í opinberri stjórnsýslu við stjórnmálafræðideild HÍ

Dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir hefur verið ráðin lektor í opinberri stefnumótun við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands frá og með 1. júlí 2010.

Sigurbjörg lauk doktorsprófi í stjórnsýslufræðum frá London School of Economics (LSE) 2005, meistaraprófi frá sama skóla 1999 og námi í félagsráðgjöf í Noregi 1979.

Sigurbjörg hefur víðtæka reynslu á sviði opinberrar stefnumótunar. Hún var stjórnsýsluráðgjafi heilbrigðisráðherra og utanríkisráðherra 2007-2008, vann við rannsóknir og kennslu við London School of Economics and Political Science 2007, var sérfræðilegur ráðgjafi í breska menntamálaráðuneytinu sem hafði með höndum stefnumótun og undirbúning að framkvæmd nýmæla á sviði barnaverndar 2006-2007, sérfræðingur og stjórnsýsluráðgjafi hjá Alþjóðabankanum 2004. Áður en Sigurbjörg lauk meistara- og doktorsnámi við LSE var hún lengst af yfirmaður öldrunarþjónustu hjá Reykjavíkurborg og tók þá m.a. þátt í nefndarstörfum á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis og Reykjavíkurborgar. Hún vinnur nú við rannsóknir fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og situr í nefnd forsætisráðherra sem vinnur að tillögum um heildarendurskoðun á lögum um Stjórnarráð Íslands.

Sigurbjörg hefur birt fjölda greina og haldið fyrirlestra um opinbera stefnumótun bæði hérlendis og erlendis

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is