Stofnun upplýsingatæknimiðstöðvar á vegum stjórnvalda undirbúin

Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins tilkynnti í dag á ráðstefnu UT dagsins sem haldinn var í Salnum í Kópavogi að samþykkt hefði verið í ríkisstjórn að hefja undirbúning fyrir stofnun upplýsingatæknimiðstöðvar. Sett verður á fót framkvæmdanefnd sem mun útfæra tillögur um skipulag og starfsemi miðstöðvarinnar og móta henni fjárhagsáætlun.

Upplýsingatæknimiðstöðinni er ætlað að taka við miðlægum upplýsingatækniverkefnum sem í dag er sinnt af mörgum aðilum. Hún hafi það hlutverk að:

  • Sjá um tæknilegan rekstur og umsýslu fasteignaskrár, þjóðskrár, ökutækjaskrár og fyrirtækjaskrár og hugsanlega fleiri skráa. Vera þjónustuaðili fyrir skráarhald opinberra aðila og hafa yfirsýn yfir allar opinberar skrár.
  • Hafa umsjón með framkvæmd miðlægra verkefna á sviði upplýsingatækni, m.a. verkefna sem forsætis- og fjármálaráðuneyti hafa nú með höndum. 
  • Vera ráðgefandi fyrir ríkisstofnanir um upplýsingatæknimál

Sjá frekari upplýsingar á vef forsætisráðuneytisins

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is