Ný skýrsla starfshóps um endurskipulagningu þróunar, umbóta og hagræðingarmála hjá ríkinu

Haustið 2009 var skipaður starfshópur á vegum ríkisstjórnarinnar til að gera tillögur um endurskipulagningu þróunar-, umbóta- og hagræðingarmála hjá ríkinu (umbótaskýrsla). Starfshópnum var m.a. ætlað að greina núverandi stöðu mála og gera tilögur um hverning verkaskiptingu innan Stjórnarráðs Íslands skyldi háttað.  Einnig átti nefndin að leggja fram tillögur um hvaða verkefni ættu heima utan ráðuneyta,svo sem hjá stofnunum eða öðrum aðilum.

Í starfshópnum áttu sæti Ómar H. Kristmundsson, prófessor í stjórnsýslufræðum við HÍ sem var formaður.  Aðrir í nefndinni voru Arnar Þór Másson, Guðbjörg Sigurðardóttir og Halla Björg Baldursdóttir, auk Angantýs Einarssonar og Gunnars Björnssonar,  Með starfshópnum störfuðu Anna Kristín Ólafsdóttir og Haukur Arnþórsson.

Í umbótaskýrslunni er m.a. lagt til að ráðherranefnd um ríkisfjármál fjalli með reglubundnum hætti um umbótamál ríkisins þ.e. rafræna stjórnsýslu og almenn umbótamál, að mótuð verði umbótastefna þar sem tekið verði mið af sambærilegum stefnum í nágrannalöndunum og að sett verði á fót upplýsingatæknistofnun/starfseining sem hafi umsjón með framkvæmd miðlægra verkefna á sviði  upplýsingatækni. Í því felst að færa framkvæmd ýmissa núverandi verkefna ráðuneytanna til upplýsingatæknistofnunar og skerpa um leið á stefnumótunar og eftirlitshlutverki ráðuneytanna, einkum forsætisráðuneytis.  

Sjá skýrslu nefndarinnar í heild

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is