Samræðufundur um stjórnsýslumál hjá Félagi stjórnsýslufræðinga 27. maí kl. 17 stofu 202 Odda

Samræðufundur á vegum Félags stjórnsýslufræðinga verður haldinn 27. maí kl. 17:00 í stofu 202 í Odda, um stjórnsýslumál.  Gestir fundarins verða prófessorarnir Gunnar Helgi Kristinsson og Ólafur Þ. Harðarson.

Í lok fundar kl. 17.50 verður settur aðalfundur Félags stjórnsýslufræðinga. Léttar veitingar verða í lok fundar.  Gestir, aðrir en félagsmenn í Félagi stjórnsýslufræðinga eru hjartanlega velkomnir til fundarins.

Stjórnsýslumálefni eru mjög í deiglunni nú um stundir og nýjasta innlegg í þá umræðu er nýbirt skýrsla nefndar forsætisráðherra sem Gunnar Helgi veitti formennsku, um viðbrögð stjórnsýslunnar við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þá hefur forsætisráðherra mælt fyrir frumvarpi um siðareglur í stjórnsýslunni sem litla umræðu hefur fengið en er þó allrar athygli vert.  Miklar skipulagsbreytingar eru fyrirhugaðar á stjórnarráðinu og stofnunum þess m.a. með stórfelldum sameiningum starfseininga til að auka skilvirkni og hagkvæmni í rekstri - að því er sagt er. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is