Fyrstu tillögur nefndar um endurskoðun lögum um Stjórnarráðið

Áfangaskýrsla nefndar um endurskoðun á lögum um Stjórnarráð
Íslands liggur nú fyrir og hefur hún óskað eftir viðbrögðum almennings
við tillögum sínum og er gefinn frestur til 15. ágúst n.k.
á
netfang ráðuneytisins: postur@for.stjr.is.

Stefnt er að því að leggja fram frumvarp til laga um breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands á haustþingi 2010.

Tillögur nefndarinnar varða m.a. innri starfshætti Stjórnarráðsins og leiðir til þess að bæta og styrkja mannauðs- og þekkingarstjórnun innan þess. Þá er fjallað um hvernig megi skýra og styrkja hlutverk faglegrar stjórnsýslu annars vegar og pólitískrar yfirstjórnar hins vegar. Í síðari skýrslu nefndarinnar verður fjallað um starfshætti ríkisstjórnar, samvinnu milli ráðuneyta og samskipti ráðuneyta og ríkisstofnana.

Tengill
á skýrslu nefndarinnar

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is