
Í tilefni af útgáfu 1. tbl. 7.árg af Veftímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla hélt Jón Sigurðsson, fv. formaður
Framsóknarflokksins stuttan fyrirlestur á fundi á vegum
Stjórnsýslustofnunar þriðjudaginn 29. júní, en í greininni
Kosningadagar 2007 sem birtist í tímaritinu gerir hann á hreinskilinn
hátt grein fyrir aðdraganda stjórnarslita Framsóknarflokksins og
Sjálfstæðisflokksins vorið 2007 eftir 12 ára ríkisstjórnarsamstarf. Jón
fjallar m.a. um innanflokksátök í Framsóknarflokknum þessu tengd og loks
afsögn sína sem formaður flokksins í kjölfarið.
Sérstakur gestur í pallborði var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þáv.
varaform. Sjálfstæðisflokksins, sem sat í umræddum ríkisstjórnum og átti
hlut í myndun þeirrar síðari.
Fundurinn var fjölmennur og voru frummælendur mjög hreinskiptir í
erindum sínum og má segja að þar hafi komið fram sérstaklega áhugaverðar
upplýsingar um þetta sérstaka tímabil í stjórnmálasögu landsins.