Nýútkomin skýrsla nefndar um endurskoðun laga um Stjórnarráð Íslands

Nefnd sem forsætisráðherra skipaði í desember árið 2009 og falið var það verkefni að gera tillögur um endurskoðun laga nr. 73/1969, um Stjórnarráð Íslands, og eftir atvikum aðrar lagareglur sem lúta að starfsemi Stjórnarráðsins og stjórnsýslu hér á landi hefur nú skilað lokaskýrslu sinni.

Formaður nefndarinnar var Arnar Þór Másson skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, en aðrir nefndarmenn voru Gunnar Helgi Kristinsson prófessor, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur og Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, og Hafdís Ólafsdóttir, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu. Til júni 2010 var Anna Kristín Ólafsdóttir stjórnsýslufræðingur formaður nefndarinnar.

Tengill í
frétt forsætisráðuneytisins er HÉR

Tengill í lokaskýrslu nefndarinnar er HÉR

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is