Settar siðareglur fyrir ráðherra

Forsætisráðherra gaf í dag út siðareglur fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar.

Í reglunum er meðal annars fjallað um hagsmunatengsl og hagsmunaárekstra, fjármál og launagreiðslur, háttsemi og framgöngu, samskipti ráðherra við starfslið ráðuneytis og upplýsingagjöf til almennings.   

Reglurnar sem gefnar voru út í dag eru fyrstu siðareglurnar sem settar eru á grundvelli laga nr. 86/2010 um breytingu á lögum um Stjórnarráð Íslands og fleiri lögum.

Hafinn er undirbúningur að setningu siðareglna fyrir starfsmenn ráðuneytanna.

Hér er tengill á frásögn forsætisráðuneytisins og skipan nefndarinnar sem samdi reglurnar. 

Hér er tengill á siðareglur ráðherra

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is