Nýtt tölublað Stjórnmál og Stjórnsýsla

Nýtt tölublað vefritsins Stjórnmál og stjórnsýsla 2. tbl. 6. árgangs 2010 KEMUR ÚT Í DAG:

http://www.stjornmalogstjornsysla.is/

Í ritinu eru 11 greinar, þar af sex ritrýndar greinar og fimm greinar almenns eðlis. Þær eru aðgengilegar á vef tímaritsins.Í fræðilegum greinum er fjallað um meðlimaskipulag íslenskra stjórnmálaflokka eftir Gunnar Helga Kristinsson prófessor.  Einnig eru greinar um forsendur lagasetninga á verkföll á Íslandi 1985-2010; öryggisstefnur Norðurlandanna og áhrif þeirra á Ísland; íslenska vinnustaðamenningu; samanburð ákvarðanatöku einkafyrirtækja og opinberra stofnana og að lokum lýðræði í Evrópusambandinu.Fræðigreinarnar eru eftir vísindamenn við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri, en  almennar greinar eru eftir kennara við HÍ og HA, auk aðila úr stjórnsýslunni og íslenskum stjórnmálum.Í almennu efni fjallar m.a. Sturla Böðvarsson fv. forseti Alþingis um breytingar á þingskaparlögum og eftirlitshlutverk Alþingis og Birgir Guðmundsson dósent HA um rannsókn á kynningarmálum frambjóðenda  fyrir stjórnlagaþingskosningar 2010.   Einnig eru greinar um mótun atvinnustefnu, starfsumhverfi hins opinbera með hliðsjón af hlutverki stjórnenda og viðhorfi starfsmanna og um starfsréttindi MPA náms.  

Efni og höfundarAð venju birtast bókadómar um nýjar bækur sem varða stjórnmál, stjórnsýslu og þjóðfélagsumræðu.  Þeir eru 14 talsins, m.a. um Ævisögu Gunnars Thoroddsens, sem Ólafur Þ. Harðarson skrifar;  bækur  Árna Mathiesen, Björgvins G Sigurðsonar og Guðrúnar Ögmundsdóttur og fleiri bækur.

Prentuð útgáfa af ritrýndum greinum sem birtast í tveimur heftum veftímaritsins 2010 kemur út síðvetrar 2011.  Hægt er að gerast áskrifandi að prentuðu útgáfu á tímaritinu og kostar það kr. 3800,-.   Gerast áskrifandi   

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is