Nýsköpun í þjónustu við eldri borgara 2011-2014

Samstarfsyfirlýsing milli tveggja stofnana HÍ og  Landssambands eldri borgara  er lýtur að nýsköpun í þjónustu við eldri borgara.

Þann 31. janúar  2011 var undirrituð samstarfsyfirlýsing milli Landssambands eldri borgara og Rannsóknarstofnunar í barna-og fjölskylduvernd og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands sem felur í sér  að þessir aðilar vinni saman að verkefnum sem lúta að nýsköpun í þjónustu við eldri borgara. Markmið samkomulagsins er að skapa vettvang fyrir nýsköpun, umræðu, upplýsingaöflun og miðlun upplýsinga, rannsóknir og þróunarstarf í málefnum eldri borgara. 

Unnið verður sameiginlega að þessu með námskeiðahaldi, ráðstefnum og málþingum, einnig með söfnun upplýsinga og miðlun til eldri borgara um þjónustu, tilboð og niðurstöður rannsókna þeirra stofnana sem eiga aðild að samkomulaginu.  Einnig verður unnið að rannsóknum og könnunum á stöðu og þjónustu við eldri borgara í samvinnu við opinbera aðila og aðra.  Þá  viljum við auðvelda aðgengi eldri borgara að námskeiðum á vegum H.Í.   Samstarfsyfirlýsingin gildir til næstu 3ja ára eða til 31. jan. 2014, og sameiginleg verkefnisstjórn verður yfir þessu samstarfi skipuð frá LEB og H.Í. Samstarfið verður að loknum þessum þremur árum endurnýjað með tilliti til þess árangurs sem samstarf aðila hefur skilað.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is