Um stofnunina

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála var stofnuð árið 2002 og var fyrsta heila starfsár hennar 2003.

  • Stofnunin er rannsókna-, fræðslu- og þjónustustofnun sem heyrir undir stjórnmálafræðideild á Félagsvísindasviði og starfar sem sjálfstæður aðili í tengslum við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.
  • Stofnunin starfar náið með fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum, innlendum sem erlendum eftir því sem tilefni gefast, m.a. með forsætisráðuneytinu og Reykjavíkurborg á grundvelli þjónustusamninga.

Á vettvangi þjóðlífs er áhersla lögð á að efla tengsl fræðasamfélagsins í Háskóla Íslands við forystufólk í þjóðlífi, þ.m.t. stjórnmálamenn, embættismenn og forystufólk atvinnulífs- og hagsmunasamtaka; standa fyrir innlendum sem alþjóðlegum ráðstefnum og námskeiðahaldi; halda fundi og ráðstefnur um rannsóknir og stefnumótun á sviðum stjórnmála og stjórnsýslu; gefa út og kynna niðurstöður rannsókna; og leita nýrra leiða til að afla fjár til verkefna stofnunarinnar.

Á vettvangi Háskólans leggur stofnunin áherslu á að efla framhaldsnám, hagnýt námskeið og rannsóknir á sviði stjórnsýslu- og stjórnmálafræða innan Stjórnmálafræðideildar; stuðla að þverfræðilegri samvinnu innan skólans og veita stjórnmálafræðideild og öðrum aðilum innan sem utan skólans þjónustu á sviði fræðanna.

Allar götur frá árinu 2005 hefur stofnunin gefið út ritrýnda fagtímaritið Stjórnmál og stjórnsýslu og undanfarin ár hefur stofnunin jafnframt haldið utan um útgáfu ritrýnda fagtímaritsins Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, á grundvelli samnings við útgefendur þess.

Aðalbygging Háskóla Íslands

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is