Sex vikna námskeið í stjórnsýslurétti

Sex vikna námskeið í stjórnsýslurétti 23. janúar-29. febrúar 2012.

Í janúar og febrúar mun forsætisráðuneytið í samvinnu við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands og Félag forstöðumanna ríkisstofnana, bjóða í áttunda skipti sex vikna námskeið um stjórnsýslulögin og stjórnsýslurétt fyrir þá starfsmenn ríkisins (ráðuneyta og ríkisstofnana),  sem koma að meðferð mála og undirbúningi ákvarðana í stjórnsýslunni. Þótt námskeiðið sé fyrst og fremst ætlað ólöglærðum getur það einnig nýst lögfræðingum til upprifjunar. Starfsmenn sveitarfélaga geta nýtt sér námskeiðið en dæmin sem tekin verða miðast aðallega við ríkið. Nemendur munu hlýða á fyrirlestra, taka þátt í umræðum og lesa kennslurit. Eftir atvikum verður varpað upp stuttum raunhæfum verkefnum sem farið verður sameiginlega yfir í tímum. Nánari upplýsingar

Skráning HÉR

Námskeið

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is