Námskeið: Ráðning og starfslok starfsmanna hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga

Námskeið: RÁÐNING OG STARFSLOK STARFSMANNA HJÁ STOFNUNUM RÍKIS OG SVEITARFÉLAGA verður haldið miðvikudaginn 7. mars kl. 9-16 í stofu 101 í Neshaga 16, húsnæði Lyfjafræðideildar HÍ. Umsjónarmaður og fyrirlesari er Kjartan Bjarni Björgvinsson lögfræðingur við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg. Námskeiðið er  haldið í samvinnu við Forsætisráðuneytið, Reykjavíkurborg og Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Námskeið fyrir stjórnendur og starfsmenn hjá stofnunum ríkisins og sveitarfélaga sem koma að undirbúningi og ákvörðun um ráðningu í opinbert starf og öðrum ákvörðunum í starfsmannamálum.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is