Stjórnlagaráð kallað saman aftur

Alþingi samþykkti í gær (22.02) með 30 atkvæðum gegn 15 að kalla stjórnlagaráð saman á ný til fjögurra daga fundar í byrjun mars til að fjalla um spurningar og tillögur stjórnskipunarnefndar að mögulegum breytingum á stjórnarskrá. Tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá hafa verið til umfjöllunar á Alþingi í allan vetur. Meirihluti stjórnarflokkanna og Hreyfingarinnar samþykktu síðastliðinn fimmtudag tillögu Þórs Saari, og breytingartillögu, um að kalla ráðið saman á ný til sérstaks fjögurra daga fundar.

Þingsályktun um meðferð frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnskipunarlaga

Meðferð frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnskipunarlaga - ferill málsins á Alþingi

Sjá frétt á ruv.is

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is