Nýr vefur um vistvæn innkaup í loftið

Nýr og endurbættur vefur vistvænna innkaupa, www.vinn.is, hefur verið opnaður en á honum má finna upplýsingar og hagnýt ráð um það hvernig standa má að vistvænum innkaupum á sem hagkvæmastan hátt. Á vefsvæðinu er meðal annars að finna upplýsingar fyrir útboðsaðila, kaupendur og seljendur ásamt ýmsum fróðleik. Gefnar eru leiðbeiningar um hvernig best er að standa að vistvænum innkaupum og settir fram gátlistar og  umhverfisskilyrði sem styðjast skal við í útboðsgerð. Fjallað er um aukinn áhuga kaupenda á vistvænum vörum og þjónustu, reynslu seljenda af vistvænum innkaupum og farið yfir lög og stefnur er varða slík innkaup svo fátt eitt sé nefnt.

Sjá frétt á vef umhverfisráðuneytisins

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is