Starfsumhverfi forstöðumanna

Fjármálaráðuneytið, Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands boða til morgunverðarfundar 25. apríl n.k. kl. 8:00-10:15 á Grand Hótel Reykjavík

Staða og starfskilyrði forstöðumanna ríkisstofnana

- Niðurstöður könnunar og tillögur starfshóps um umbætur í starfsumhverfi forstöðumanna

Þátttökugjald kr. 4200,-. Morgunverður innifalin. Morgunverður er frá kl. 8. Dagskrá hefst kl. 8:30 og er til kl. 10:15.

Dagskrá

1. Oddný Harðardóttir, fjármálaráðherra flytur ávarp

2. Ómar H. Kristmundsson, prófessor í stjórnsýslufræði við Háskóla Íslands  og Ágústa Hlín Gústafsdóttir, sérfræðingur í fjármálaráðuneytinu  kynna niðurstöður   rannsóknar um störf og starfsumhverfi forstöðumanna ríkisstofnana.

3. Margrét Friðriksdóttir, skólameistari Menntaskólans í Kópavogi: Kynning á niðurstöðum starfshóps um stöðu og starfskilyrði forstöðumanna

4. Pallborðsumræður og almennar umræður:   Gunnar Björnsson skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, Margrét Friðriksdóttir, skólameistari Menntaskólans í Kópavogi,  Stefán Eiríksson, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu  og Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor í stjórnsýslufræðum við Háskóla Íslands.  Fundarstjóri er Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands og formaður í Félagi forstöðumanna ríkisstofnana.Á morgunverðarfundinum eru kynntar nýjar niðurstöður könnunar sem gerð var í árslok 2011 meðal forstöðumanna ríkisstofnana og ráðuneytisstjóra um starfsumhverfi forstöðumanna  og eru þær skoðaðar í samhengi við sams konar athugun sem gerð var á árinu 2007. Fjármálaráðuneytið, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ og Félag forstöðumanna ríkisstofnana stóðu að könnunum 2007 og 2011.Jafnframt verða kynntar og ræddar tillögur starfshóps á vegum fjármálaráðuneytisins og Félags forstöðumanna ríkisstofnana  um hvernig bæta má stöðu og starfskilyrði forstöðumanna.Á fundinum verður m.a.  horft til ýmissa þátta í vinnuaðstæðum forstöðumanna s.s. starfsþróun, starfsánægja, álag og streita, áhugahvöt, kjör og samskipti við ráðuneyti. Einnig fjármál, ímynd og gæði þjónustu stofnana, starfsmannamál, ákvörðun launa og stjórnunarhættir.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is