Námskeið: Hvað má betur fara á vef stofnunarinnar?

Innanríkisráðuneytið í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands  bjóða upp á hagnýtt námskeið fyrir vefstjóra/ umsjónarfólk með vefjum opinberra stofnana, 2.- 3.  maí  og 23.- 24. maí kl. 9:00-12:00 í Neshaga, húsnæði Lyfjafræðideildar HÍ stofu 101.

Námskeiðin eru nú í boði í fyrsta sinn, en verða líklega endurtekin á hausti komanda.   Boðun á námskeiðin tvö hefur verið sent beint til vefstjóra um 70 stofnana ríkisins, en þátttaka á hvoru námskeiði fyrir sig takmarkast við 25 manns.Þátttökugjald er 5.000 kr.  Námskeiðin eru hluti af átaki innanríkisráðuneytisins sem hefur það að markmiði að  bæta vefi stofnana ríkisins. eins og sjá má á vef innanríkisráðuneytisins.

Íslensk stjórnvöld hafa sett það markmið að Íslendingar  verði meðal fremstu þjóða í rafrænni stjórnsýslu og rafrænni þátttökuárið 2020.  Til þess að svo megi verða þarf  að gera verulegar umbætur á opinberum vefjum.Á námskeiðinu er farið yfir greiningu á stöðu opinberra vefja og leiðbeint hvernig gera má enn betur með einföldum aðgerðum. Horft er til innihalds, nytsemi, þjónustu og aðgengis. Kastljósinu verður einnig beint að notkun samfélagsmiðla, lýðræðisvirkni og rafrænni málsmeðferð. Ný handbók um opinbera vefi verður kynnt.    Markmið námskeiðsins er að gefa vefstjórum og þeim sem hafa umsjón með vefjum stofnana ríkisins tækifæri til að skoða stöðu þeirra vefja sem þeir sjá um og fá hugmyndir og hagnýt ráð um leiðir til að bæta þá með tilliti til innihalds, nytsemi, aðgengi, þjónustu, aukins  lýðræðis, gagnvirkni og notkunar samfélagsmiðla.Til grundvallar í námskeiðinu er vefhandbók sem gefin er út af innanríkisráðuneytinu og aðgengileg er á ut.is/vefhandbok. Jafnframt er byggt á mati og greiningu á stöðu opinberra vefja 267 stofnana ríkis og sveitarfélaga, en niðurstöður fyrir árið 2011 koma fram í skýrslunni  „Hvað er spunnið í opinbera vefi 2011: Framkvæmd, úrvinnsla og helstu niðurstöður“  frá janúar 2012, sjá ut.is.  Þessar niðurstöður veita verðmætar upplýsingar um stöðu vefja opinberra stofnana. Hver þátttakandi fær afrit af greiningu á vef þeirrar stofnunar sem hann starfar hjá sent áður en námskeiðið hefst til að kynna sér nánar og hafa til hliðsjónar.  Á námskeiðinu, eins og í könnuninni, verður sjónum einkum beint að innihaldi, nytsemi, þjónustu og aðgengi. Kastljósinu verður einnig beint að notkun samfélagsmiðla, lýðræðisvirkni og rafrænni málsmeðferð. Þátttakendur fá tækifæri til að ráðfæra sig við sérfræðinga á þessum sviðum um aðferðir til úrbóta.  Leiðbeinendur á námskeiðinu eru sérfræðingar á sviði úrlausna í rafrænni stjórnsýslu og vefmálum:

·        Arnar Pálsson, ráðgjafi hjá Capacent

·        Björn Sigurðsson, vefstjóri hjá forsætisráðuneytinu

·        Halla Björg Baldursdóttir, forstöðumaður rafrænnar stjórnsýslu hjá Þjóðskrá Íslands

·        Jóhanna Símonardóttir, sérfræðingur hjá Sjá ehf.Á námskeiðinu verður gefinn tími til umræðna og samráðs.  

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is