Opinn hádegisfundur: Áhrif tillagna stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá á stjórnsýslu og stjórnskipan

Opinn hádegisfundur á vegum Félags stjórnsýslufræðinga og Stofnunar stjórnsýslufræða 26. apríl í Lögbergi 101 kl. 12-13.

Á fundinum munu Gísli Tryggvason, lögfræðingur, sem átti sæti í stjórnlagaráði og dr. Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur,  sem hefur verið gagnrýninn á ýmsar tillögur stjórnlagaráðs,  leiða saman  hesta sína og ræða hugsanleg áhrif tillagna stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá á stjórnskipan og stjórnsýsluna í landinu.    Í lok fundarins mun Dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur og lektor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, sem  er fundarstjóri ,  taka saman niðurstöður fundarins og ræða þær frá sínu sjónarhorni.

Eggert Ólafsson, formaður Félags stjórnsýslufræðinga flytur inngangsorð.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is