Morgunverðarfundur: Staða og starfsskilyrði forstöðumanna ríkisstofnana

Fjármálaráðuneytið, Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála héldu morgunverðarfund þann 25. apríl sl. þar sem fjallað var um niðurstöður könnunar sem gerð var á stöðu og starfsskilyrðum forstöðumanna ríkisstofnana. Ágústa Hlín Gústafsdóttir sérfræðingur í Fjármálaráðuneytinu og Ómar H. Kristmundsson Háskóla Íslands gerðu grein fyrir niðurstöðum könnunarinnará störfum og  Margrét Friðriksdóttir skólameistari Menntaskólans í Kópavogi kynnti tillögur starfshóps á vegum fjármálaráðuneytis og Félags forstöðumanna ríkisstofnana um hvernig bæta má stöðu og starfskílyrði forstöðumanna. Að loknum erindum voru pallborðsumræður. Í pallborði sátu Gunnar Björnsson skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttur lektor í stjórnsýslufræðum við Háskóla Íslands og Margrét Friðriksdóttir, skólameistari.

Fundarstjóri var Magnús Guðmundsson formaður í Félagi forstöðumanna ríkisstofnana

Skýrslan á pdf formi

Viðauki 1- Spurningalisti könnunarinnar

Viðauki 2- Töflur (Tölulegar niðurstöður)

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is