Ólafur Þ. Harðarson, forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands kjörinn í stjórn Evrópusamtaka stjórnmálafræðinga.

Ólafur Þ. Harðarson, forseti Félagsvísindasviðs, hefur verið kjörinn í framkvæmdastjórn  (executive committe) Evrópusamtaka stjórnmálafræðinga, European Consortium for Political Research (ECPR) til næstu sex ára. Ólafur varð þriðji í röð 14 frambjóðenda, en að þessu sinni voru átta kosnir í framkvæmdastjórnina. ECPR eru helstu samtök evrópskra stjórnmálafræðinga (stofnuð 1970). Þau standa fyrir umfangsmiklu rannsóknarsamstarfi, ráðstefnuhaldi, útgáfu og aðferðafræðikennslu. Um 400 háskólastofnanir í yfir 50 löndum eru aðilar að samtökunum, einkum í Evrópu, en einnig utan þeirra. Þess er skemmst að minnast að Stjórnmálafræðideild og Stofnun stjórnsýslufræða héldu utan um skipulagningu á fjölmennustu ráðstefnu sem ECPR hefur haldið, í Reykjavík í ágúst 2011.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is