Ísland 2020- ný skýrsla um framvinduna

Forsætisráðuneytið hefur unnið stöðuskýrslu um hvernig miðar í átt að þeirri framtíðarsýn sem þar var sett fram í samþykkt ríkisstjórnarinnar um Ísland 2020. Í nýrri stöðuskýrslu Íslands 2020 er að finna yfirlit yfir framvindu 30 verkefna sem eru á ábyrgð mismunandi ráðuneyta, eins eða fleiri, en ábyrgð margra ráðuneyta í senn vísar til þeirrar viðleitni að samhæfa starfsemi Stjórnarráðsins í meira mæli en áður.  Flest verkefnin eru vel á veg komin. Einna lengst er verkefnið Sóknaráætlun landshluta komið, en það felst meðal annars í uppstokkun og aukinni skilvirkni í samskiptum Stjórnarráðsins alls og átta landshlutasamtaka sveitarfélaganna. Í skýrslunni er greint frá því hvar hvert þessara 30 verkefna er á vegi statt og fjallað stuttlega um mælikvarðana 20 og vísana um framvinduna sem  finna má á vefsíðu forsætisráðuneytisins.

Frétt á vef forsætisráðuneytisins

Skýrslan á PDF

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is