Hulda Þórisdóttir, lektor

Hulda ÞórisdóttirNetfang: huldat(hjá)hi.is

Aðsetur: Oddi, O-230

Sími: 525-5474

Heimasíða Huldu: http://uni.hi.is/huldat/research/

 

Rannsóknir Huldu eru á sviði stjórnmálasálfræði og lúta að eftirfarandiefnum: Sálfræðilegir undanfarar og afleiðingar pólitískrar hugmyndafræði. Tengsl tilfinninga og stjórnmála. Skynjun fólks á réttlæti.

Hún beitir megindlegum rannsóknaraðferðum, einkum tilraunum og greiningu spurningakannana (oft alþjóðlegra).

Yfirstandandi verkefni

1. Samlíðan

Hvernig tengist samlíðan (empathy) stjórnmálaskoðunum. Er hægt að laða fram samlíðan með tilraunaaðferð og sjá breytingar í stjórnmálaskoðunum og hegðun í kjölfarið? Ef já, hvaða sálrænu þættir skýra þessar breytingar?
 

2. Stjórnmálaskoðanir og ánægja með lífið
Eru hægri menn ánægðari með lífið en vinstri menn? Svarið virðist vera já, jafnt á Íslandi sem í öðrum Vestrænum ríkjum. Ég hef leitast við að skilja hvers vegna svo sé með því að nota stórar spurningakannanir á borð við Heilsu og líðan, ISPP og World Values Study. Ýmislegt bendir til að það tengist jákvæðari viðhorfum hægri manna til efnahagslegs jöfnuðar.

3. Efnahagshrunið, traust og popúlískar hugmyndir

Það er viðtekin skoðun að traust í íslensku samfélagi hafi fallið mjög við hrunið. Í hverju lýsir sér þetta hrun í trausti og hvaða afleiðingar hefur það fyrir aðrar stjórnmálaskoðanir? Hvaða hópar eru líklegri til þess að hafa tapað traustinu? Þetta verkefni er í startholunum og verða notuð gögn úr íslensku kosningarannsóknunum frá 2007, 2009 og 2013.

4. Þróun á stjórnmálaskoðunum á Íslandi
Notaðar eru kosningarannsóknir Ólafs Þ. Harðarsonar til að prófa þrjár megin hugmyndir um það hvernig staðsetning íslenskra kjósenda á vinstri-hægri ásnum hefur þróast síðastliðin 15 til 20 ár. Í stuttu máli eru þessar hugmyndir skautun til vinstri og hægri, samþjöppun á miðju eða almenn tilfærsla til hægri.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is