Þorgerður Einarsdóttir, prófessor

Þorgerður Einarsdóttir

Aðsetur: Oddi, O-226

Sími: 525-4177

Lykilorð:

Kynjafræði, femínismi, fjármálakreppur, jafnréttispólitík, hinsegin fræði / Gender studies, feminism, financial crisis, gender equality policies, queer studies.

Yfirstandandi verkefni

1) „Trans, hinsegin og femínismi. “ Rannsókn á málefnum og hreyfingum transfólks, hinseginfólks og femínista á Íslandi. Skoðað er samspil kynjajafnréttis, kynhneigðar og kynvitundar og hvort hugmyndir og barátta þessara hópa fari saman eða séu í andstöðu hver við aðra. Verkefnið er unnið í samstarfi við Jyl Josephson við Rutgersháskóla í New Jersey og Svandísi Önnu Sigurðardóttur í Háskóla Íslands.

2) „Fjármálakreppur, kynjatengsl og karlmennska.“ Rannsóknin byggist á kynjagreiningu á skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008, innihalds- og orðræðugreiningu á fjölmiðlaefni og tímaritum 1991-2013. Fluttir verða fyrirlestrar á ráðstefnum auk greinaskrifa. Verkefnið er unnið í samstarfi við Gyðu Margréti Pétursdóttur og stendur yfir frá júní 2010 til desember 2014.

3) GARCIA [Gendering the Academy and Research: Combating Career Instability and Asymmetries], þriggja ára samstarfsverkefni háskóla í sjö Evrópulöndum.

Þátttakendur fyrir hönd Íslands eru Þorgerður Einarsdóttir og Gyða Margrét Pétursdóttir. Verkefnið felst í ítarlegum rannsóknum á einni háskólastofnun í hverju þátttökulandanna með það að markmiði að stuðla að jafnréttismenningu og vinna gegn mismunun og staðalímyndum. Verkefnið hefst í febrúar 2014.

4) „Margbreytileiki og lýðræði.“ Verkefnið er hluti af rannsóknarverkefninu „Vald og lýðræði“ á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands sem styrkt er af Aldarafmælissjóði HÍ. Verkefnisstjóri Gunnar Helgi Kristinsson.

5) „Kynjajafnrétti við stjórn atvinnulífsins: stefna, þróun og áhrif.“ Markmið verkefnisins er að varpa ljósi á kynjajafnrétti við stjórnun atvinnulífisins með áherslu á stefnumótun, þróun kynjakvóta og áhrifa þeirra. Verkefnið er samstarf Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands HÍ og KPMG.

 

Current projects

1) “Trans, Queer, and Feminist.” This study is an examination of the interconnectedness of the trans, queer and feminist movements in Iceland and their ideologies and theories of gender, sexuality and gender identity. The project is a cooperation with Jyl Josephson, Rutgers University New Jersey and Svandís Anna Sigurðardóttir, University of Iceland.

2) “Financial crises, gender dynamics and masculinities.” The research is based on content and discourse analysis of the SIC report and various media material from the period 1991-2013. The project is a cooperation with Gyða Margrét Pétursdóttir. Output: Papers, lectures and articles. Duration: June 2010-December 2014.

3) GARCIA [Gendering the Academy and Research: Combating Career Instability and Asymmetries] is a three year research collaboration between universities in seven European countries. Þorgerður Einarsdóttir and Gyða Margrét Pétursdóttir participate on behalf of Iceland. The project consists of in depth analysis of one University in each country with the aim of creating a culture of gender equality and to work against discrimination and gendered stereotypes. The project starts in February 2014.

4) “Diversity and democracy.” A subproject in the research project “Power and Democracy” at the School of Social Science at the University of Iceland. The project is co-funded by the University of Iceland’s Centennial fund, project leader is Gunnar Helgi Kristinsson.

5) “Gender Equality and the Economy: Policies, Trends and Impact”. The objective of the project is to shed a light on gender equality and the economy and in particular the policies, trends and impact of gender quotas with Iceland as a case example. The project is collaboration between the School of Social Sciences and KPMG.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is