Opinn fyrirlestur: Stjórnmálaþátttaka við eldhúsborðið - er það framtíðin?

Opinn fyrirlestur dr. Hauks Arnþórssonar um netlýðræði, miðvikudaginn 9. maí kl. 12-13 í Lögbergi stofu 101 á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála.

Fyrirlesari er dr. Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur og sérfræðingur á sviði rafrænnar stjórnsýslu.Í fyrirlestrinum er fjallað um vaxandi áhrif netsins á lýðræðið.  Vefurinn lauk upp gáttum að upplýsingagjöf til almennings (frá 1991) og opnaði síðan leiðir til samráðs með notkun félagsmiðla (frá 2004). Nú síðast er farið að nota netkosningar til ákvarðanatöku um opinber mál (2012).  Dregnar eru fram jákvæðar og neikvæðar sviðsmyndir um hið fullkomna upplýsingasamfélag og nýja möguleika netsins til lýðræðisumbóta.  Hvert stefnir og hvaða sjónarmið gætu tekist á?

Fundarstjóri er dr. Þorbjörn Broddason, prófessor.

Haukur Arnþórsson er doktor í rafrænni stjórnsýslu frá Háskóla Íslands og á að baki langa starfsreynslu á sviði rafræns lýðræðis og stjórnsýslu í íslenska stjórnkerfinu. Hann kennir rafræna stjórnsýslu við

stjórnmálafræðideild HÍ, veitir ráðgjöf á sviðinu og hefur unnið fyrir útvarp og verið virkur í fjölmiðlaumræðu.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is