Ársskýrsla Ríkisendur-skoðunar árið 2011

Út er komin ársskýrsla Ríkisendurskoðunar fyrir árið 2011 þar sem gerð er grein fyrir starfsemi stofnunarinnar og helstu niðurstöðum endurskoðunar og athugana hennar á síðasta ári.

Samkvæmt 12. grein laga um Ríkisendurskoðun skal á hverju ári semja heildarskýrslu um störf stofnunarinnar á liðnu almanaksári og leggja hana fyrir Alþingi. Auk formála ríkisendurskoðanda er í skýrslunni að finna yfirlit um viðfangsefni og afrakstur stofnunarinnar árið 2011, rekstur og mannauð. Þá er birtur útdráttur úr nokkrum opinberum ritum sem stofnunin gaf út á árinu en þau voru samtals 32. Enn fremur eru í skýrslunni greinar eftir starfsmenn stofnunarinnar um fyrirhugaðar breytingar á lögum um fjárreiður ríkisins og um ímynd Ríkisendurskoðunar í hugum almennings. Loks er ársreikningur stofnunarinnar birtur í skýrslunni.

Ársskýrslan á PDF

Frétt um skýrsluna á heimasíðu Ríkisendurskoðunar

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is