Viðburðir og námskeið

Á ári hverju stendur stofnunin fyrir fjölmörgum opnum fyrirlestrum og málþingum, auk námskeiða sem varða stjórnun og stjórnsýslu og sem einkum eru ætluð starfsmönnum og stjórnendum opinberra stofnana og sveitarfélaga.
 
Viðfangsefnin hafa verið fjölbreytt og hafa málþing og opnir fyrirlestrar m.a. fjallað um stjórnun og starfsmannamál hins opinbera, opinbera stefnumörkun varðandi áhrif fjölbreytileika í hópi starfsmanna og áhrif þeirrar samsetningar á nýsköpun og framleiðni, vistvæn opinber innkaup o.fl.
 
Námskeiðin sem eru haldin snúa m.a. að stjórnun í opinberum rekstri, vinnuvernd, breytingastjórnun, meðferð mála í stjórnsýslunni og þau lög sem um málsmeðferðina fjalla.
 
Um skeið var starfrækt sérstakt rannsóknasetur um sveitarstjórnarmál þar sem lögð var áhersla á hagnýta fræðslu til kjörinna fulltrúa og starfsfólks innan sveitarstjórnarstigsins. Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála mun halda áfram að sinna því hlutverki og styðja þar með við fagþróun í stjórnsýslu sveitarfélaga.
 
Hér til hliðar má sjá yfirlit yfir námskeið og viðburði stofnunarinnar eftir árum.                       Mynd af Háskólatorgi
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is