Nýsköpun í opinberum rekstri 2012

Fjármálaráðuneytið, Félag forstöðumanna ríkisstofnana, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, Rannís og Nýsköpunarmiðstöð Íslands hafa unnið saman að verkefni með það að markmiði að draga athygli að nýsköpun og þróunarverkefnum í starfsemi hins opinbera og hvetja til nýsköpunar í opinberum rekstri. Afrakstur þessa verkefna er ráðstefna um nýsköpun í opinberum rekstri sem haldin var 3. nóvember 2011, nýsköpunarverðlaun í opinberum rekstri sem afhent voru á þeirri ráðstefnu og opnun vefsíðunnar nyskopunarvefur.is.

Þann 11. maí síðastliðinn sendi fjármálaráðuneytið bréf til forstöðumanna ríkisstofnanna þar sem tilkynnt var að ákveðið hefði verið að halda aðra nýsköpunarráðstefnu í haust. Á ráðstefnunni verða veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi nýsköpunarverkefni og núna í ágúst mun fjármálaráðuneytið kallað eftir tilnefningum til verðlaunanna frá opinberum stofnunum. Þáttakan var mjög góð í fyrra en 25 stofnanir tilnefndu 40 verkefni sem finna má hér á vefsíðunni. Ljóst er að mikil gróska er í nýsköpun meðal stofnana og mikilvægt að sem flestir taki þátt og tilnefni verkefni svo hægt sé að deila góðum hugmyndum, nýjum lausnum, tækni, aðferðum og fleiru til hagsbóta fyrir samfélagið.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is