Tillaga um sameiningu Garðabæjar og Álftaness

Tillaga um sameiningu Garðabæjar og Sveitarfélagsins Álftaness verður í haust lögð fyrir íbúa sveitarfélaganna tveggja í atkvæðagreiðslu. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna samþykkti samhljóða á fundi sínum 24. maí sl. bókun. Í bókuninni kemur fram álit nefndarinnar um að fram eigi að fara atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélaganna um sameiningu. Álit nefndarinnar ásamt greinargerð verður send bæjarstjórnum sveitarfélaganna tveggja sem er þar með skylt að hafa um það tvær umræður í bæjarstjórn án atkvæðagreiðslu (skv. 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga). Að lokinni umræðu sveitarstjórna ber síðan að halda atkvæðagreiðslu meðal íbúa sveitarfélaganna um sameininguna (sbr. 3. mgr. sömu greinar). Bæjarstjórnirnar þurfa sameiginlega að ákveða hvenær atkvæðagreiðsla um sameininguna fer fram. Kjósa skal sama dag í báðum sveitarfélögunum. Í sveitarstjórnarlögum kemur fram að kynna verði íbúum sveitarfélaganna tillöguna ásamt forsendum hennar með a.m.k. tveggja mánaða fyrirvara. Gert er ráð fyrir að til atkvæðagreiðslu komi í haust.

Frétt um sameininguna á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is