Ný stjórn Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála

Nýverið var skipuð ný stjórn Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála. Ómar H. Kristmundsson prófessor er formaður stjórnar en aðrir í stjórn eru  Gunnar Helgi Kristinsson prófessor,Trausti Fannar Valsson lektor við lagadeild HÍ (tilefndur af rektor HÍ), Ellý Katrín Guðmundsdóttir borgarritari, Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, en þær eru skipaðar af forseta Félagsvísindasviðs og Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir lektor við stjórnmálafræðideild HÍ.  Þær þrjár eru nýjar í stjórn stofnunarinnar.  Ómar, Gunnar Helgi og Sigurbjörg eru tilnefnd af stjórnmálafræðideild. Skv. reglum stofnunarinnar skipar forseti Félagsvísindasviðs stofnuninni sex manna stjórn til þriggja ára. Þrír eru tilnefndir af deildarfundi stjórnmálafræðideildar, rektor HÍ skipar einn og forseti Félagsvísindasviðs skipar tvo stjórnarmenn án tilnefningar m.a. frá samstarfsaðilum stofnunarinnar.   Úr stjórn fóru Regína Ásvaldsdóttir framkvæmdastjóri, Magnús Pétursson ríkissáttasemjari og Ólafur Þ. Harðarson forseti Félagsvísindasviðs HÍ.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is