Áhrif kosningakerfa á forsetakosningar

Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og Indriði H. Indriðason, associate professor við stjórnmálafræðideild University of California-Riverside, hafa sett á lagirnar vefsíðu þar sem kannað er viðhorf til mismunandi kosningakerfa í forsetakosningum. Tilgangur vefsíðunnar er annars vegar að veita almenningi upplýsingar um mismunandi kosningakerfi og afla gagna til vísindalegra rannsókna. Lesendum vefsíðunnar er boðið að skoða kosningar til embættis forseta Íslands með tilliti til notkunar fimm kosningakerfa og taka þátt í könnun/ netkosningu á áhrifum kosningakerfa á niðurstöður úrslita í forsetakosningum. Þessi vefsíða var búin til af fræðimönnum á Íslandi og í Bandaríkjunum sem leitast við að skýra áhrif kosningakerfa á stjórnmál og stefnumótun.  Hafa kosningareglur áhrif á niðurstöður kosninga?  Eru kosningakerfin virkilega mismunandi?  Er eitt kosningakerfanna betra en önnur? Til að svara þessum spurningum er nauðsynlegt að skilja hvernig kjósendur greiða atkvæði í mismunandi kosningakerfum og einfaldasta leiðin til þess að komast að því er að spyrja þá sjálfa hvernig þeir myndu kjósa. Niðurstöður netkosningarinnar verða birtar daginn eftir forsetakosningarnar, þann 1. júlí nk.

Vefsíðan www.forseti.politicaldata.org

Frétt um vefsíðuna á mbl.is

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is