Nýsamþykkt lög um réttarstöðu fólks með kynáttunarvanda

Í gær, 11. júní 2012, voru samþykkt lög um réttarstöðu fólks með kynáttunarlaga. Í 1. gr. laganna segir að markmið laganna sé að tryggja einstaklingum með kynáttunarvanda jafna stöðu fyrir lögum á við aðra í samræmi við mannrétttindi og mannhelgi. Í athugasemdum við lagafrumvarpið segir orðrétt:

"Með frumvarpinu er stefnt að réttarbót fyrir einstaklinga með kynáttunarvanda. Leitast er við að færa framkvæmd mála er varða heilbrigðisþjónustu þessara einstaklinga og stjórnsýslu Þjóðskrár Íslands í skýra löggjöf. Tekið er á þeim atriðum sem nokkur réttaróvissa hefur ríkt um, þ.e. réttarstöðu einstaklings eftir að hann hefur hlotið staðfestingu á að tilheyra gagnstæðu kyni, réttarstöðu barna sem eiga foreldri með kynáttunarvanda og hvernig bregðast skuli við þeim aðstæðum þegar einstaklingur sem hlotið hefur staðfestingu á að hann tilheyri gagnstæðu kyni vill hverfa aftur til fyrra kyns. Ljóst er að um er að ræða löggjöf sem hefur mikla þýðingu fyrir hlutaðeigandi einstaklinga og hefur þar að auki réttarskýrandi áhrif fyrir þá aðila innan opinberrar þjónustu sem hafa með málefni transfólks að gera."

Hlekkur á nýsamþykkt lög

Frétt um lagasetninguna á vef velferðarráðuneytisins

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is