Handbók um stjórnunarmat

Á árunum 2006-07 fór fram umfangsmikil rannsókn Ómars H. Kristmundssonar dósents á stjórnun og starfsumhverfi ríkisstofnana. Rannsóknin var samvinnuverkefni Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála, fjármálaráðuneytis og ParX, viðskiptaráðgjafar IBM.

Rannsóknin beindist að stjórnun ríkisstofnana, þar á meðal mannauðs- og fjármálastjórnun, launaákvörðunum og samskiptum stofnana við ráðuneyti. Einnig náði hún til upplýsingamiðlunar innan stofnana, vinnubragða, samskipta og starfsánægju og þjónustu stofnana. Alls tóku 144 stofnanir þátt í rannsókninni og 10 þúsund ríkisstarfsmenn.

Í tengslum við rannsóknina sömdu Ómar og Margrét S. Björnsdóttir Handbók um stjórnunarmat, sem er tæki fyrir stofnanir til eftirfylgni á rannsókninni innan viðkomandi stofnunar.  Handbókin var gefin út á vegum Stofnunar Stjórnsýslufræða og stjórnmála árið 2007.

Árið 2014 var útgáfan endurskoðuð og hægt er að ná í rafrænt eintak af handbókinni (2014) hér.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is