Ný lög um umhverfisábyrgð

Ný lög um umhverfisábyrgð voru samþykkt á Alþingi í vikunni. Með lögunum er mengunarbótareglan svokallaða (Polluter pays principle), innleidd í íslenskan rétt. Þetta er sú meginregla að sá sem valdi mengun bæti umhverfistjón sem af henni hlýst og beri kostnað af því.

Með lögunum er í fyrsta skipti settar hér á landi reglur um skyldur rekstraraðila sem ábyrgð bera á umhverfistjóni sem hlýst af starfsemi þeirra eða gæti orðið. Markmið laganna er að þeir sem standa að atvinnurekstri komi í veg fyrir umhverfisstjón eða bæti á eigin kostnað úr úr því tjóni sem atvinnustarfsemin veldur.

Með setningu lagana er verið að innleiða á tilskipun Evrópusambandsins um umhverfisábyrgð í tengslum við varnir gegn umhverfistjóni og úrbætur vegna þess.

Umhverfisstofnun fer með stjórnsýslu og eftirlit laganna.

Nánari upplýsingar má finna í frétt umhverfisráðuneytisins um lagasetninguna.Heimild:

http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/2109

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is